top of page

FERILSKRÁIN

Anchor 1
Yfirlit

Ég set inn starfsferilinn frá því 1996 en get veitt upplýsingar um eldri störf ef áhugi er fyrir því. Í menntun tek ég alla háskólamenntun og síðan það nýjasta sem ég hef bætt við mig þó það sé ekki háskólanám.

Verkefnastjóri Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

​2011 - núverandi

 

Vefsíðugerð, gerð leiðbeininga, fjárhagslegur rekstur Kennslumiðstöðvar, utanumhald um vinnustundir og orlof starfsmanna Kennslumiðstöðvar, fyrirlestrahald. Gerð fjárhagsáætlana.

 

 

Pollýanna ehf, vefverslun - eiginn rekstur

​2011 - 2013

 

Var með rekstur vefverslunar ásamt vinkonu minni. Vorum þar með barnfatnað, sérstaka heimilismuni og eigin framleiðslu á ýmsum vörum. Verslunin er enn í rekstri en hefur breytt áherslum.

 

 

Fræðslustjóri Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

​2008 - 2011

 

Allur rekstur Kennslumiðstöðvar, þ.m.t. fjárhagslegur, utanumhald um vinnustundir og orlof starfsmanna, ráðningarviðtöl, starfsmannasamtöl og fleira er snertir starfsmenn. Gerð leiðbeininga, fyrirlestrahald, námskrárgerð, ýmis gagnasöfnun varðandi námskeið, t.d. skráning og senda út kannanir vegna námskeiða. Gerð fjárhagsáætlana.

Námsráðgjafi Hjallaskóli Kópavogur

​2008 - vorönn

Námsráðgjöf í grunnskóla. Nemendur voru á aldrinum 6-15 ára. Námskeið um atvinnumál fyrir efsta stigið. Sjálfstyrkingarnámskeið og stuðningur við nemendur.

Fræðslustjóri Samskip

​1999 - 2007

Fyrsti fræðslustjóri Samskipa. Setti upp skráningarkerfi í gagnabanka þar sem öll námskeið og fyrri störf starfsmanna á Íslandi, Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi voru skráð. Setti um námskeiðsáætlun tvisvar á ári, gerði fjárhagsáætlun á hverju hausti, samdi námsefni og leiðbeiningar, kenndi á námskeiðum, réði inn og fann kennara á námskeið. Var með nýliðaþjálfun og setti upp fóstrakerfi fyrir starfsmenn í vöruhúsum og við höfnina. Setti upp kerfi til að taka á móti nýjum starfsmönnum, þar sem farið var yfir þekkingu og færni og sett upp áætluntil að brúa gap ef eitthvað var. Setti upp starfsmannahandbók og sá um að viðhalda henni, seta í nefndum á vegum Menntamálaráðuneytis og Samsgöngumálaráðuneytis fyrir hönd Samskipa.

Forstöðumaður Vinnuklúbbur Reykjavíkurborgar

​1996 - 1999

Var boðið að stofna Vinnuklúbb fyrir atvinnuleitendur á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta var samstarfsverkefni a vegum Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis sem átti að vera í eitt ár en var framlengt vegna góðs árangurs. verkefnið fólst í því að fara til Noregs á námskeið fyrir stofendur vinnuklúbba en þetta er sérstök aðferðarfræði þar sem atvinnuleitendur fara á tveggja vikna námskeið í atvinnuleit og uppsetningu gagna. Í framhaldi af þvi fimm vikna stíf vinna við að sækja um atvinnu. Árangur var mjög góður og fengu um 85% þeirra er sóttu klúbbinn vinnu. Starfið fólst í því að halda námskeiðin og aðstoða síðan við atvinnuleitina, ráða inn fólk og halda utan um fjárhagslegan rekstur.

Starfsreynsla
Þekking

Photoshop og fleiri myndvinnsluforrit

InDesign og Illustrator

Vefsíðugerð

Ljósmyndun

PowerPoint, Word og Excel

Verkefnastjórnun

Ráðgjöf og kennsla

Leðbeiningagerð

Atvinnuráðgjöf og gerð ferilskráa.

Tungumál

HTML/CSS

Enska

Danska

Þýska

Menntun
Borgarhólsskóli - margmiðlunarhönnun diplóma

​2013 - 2015

Diplómaám í margmiðlunarhönnun á fjórða stigi. Námið fólst í verkefnum á víðu sviði margmiðlunar, t.d. ljósmyndun, upptökum, vefsíðugerð, bókagerð: Vinna við ýmis forrit eins og t.d. Photoshop, Illustrator, InDesign, Premiere, AfterEffects.

Lokaverkefnið var vefsíða fyrir fólk í atvinnuleit: http://www.djobb.is/

Háskóli Íslands - Uppeldis- og menntunarfræði MA

​2002 - 2005

Nám tekið með fullri vinnu sem fræðslustjóri Samskipa. Ég tók línu sem hét Fræðsla og stjórnun í fyrirtækjum. Lokaverkefnið var Rafrænt nám í fyrirtækjum (e-learning): Væntingar og raunveruleiki.

Háskóli Íslands - Náms- og starfsráðgjöf starfsréttindi

​1997 - 1998

Hóf námið þegar ég var enn í BA námi en kláraði ekki. Fór aftur 1997 og kláraði verklegt og þau fög seem eftir stóðu. Var þá í fullri vinnu sem forstöðumaður Vinnklúbbs sem var úrræði fyrir atvinnuleitendur. Lokaverkefnið var Samanburður á skjólstæðingum Vinnuklúbbsins og skráðum atvinnulausum hjá Hagstofu Íslands.

Háskóli Íslands - Uppeldis- og menntunarfræði BA

​1987 - 2001

Lokaverkefnið var Hver eru rökin fyrir verklegri kennslu í skólasögunni?

bottom of page